Hér er áríðandi tilkynning frá Tollstjóra

Ný tollskrá tók gildi 1. janúar 2022


Hvað þarf að gera?

ÓPUSallt notendur geta sjálfir auðveldlega nálgast þessar skrár og lesið inn í kerfið sitt.
Þetta eru tvær textaskrár (TSKINN01012022.txt og HLUTFALLSTAFLA.txt) sem eru þjappaðar í eina sem má nálgast hér…. “sækja skrá”
Hana þarf svo að vista t.d. í sér möppu á Desktop tölvunnar og af þjappa þar. Þá koma þær svona…

Til að lesa inn nýja tollskrá og hlutfallstöflu skal fara í Innkaup, Vinnslur, Tollkerfi og Lesa inn tollskrá

Í efri línunni „Skrá:“ skal vísa í TSKINN01012022.txt og í seinni „Viðmiðunarskrá:“  skal vísa í HLUTFALLSTAFLA.txt að því loknu skal velja „Í lagi“

Þessi vinnsla getur tekið þónokkurn tíma en að lestir loknum er allt klárt

Að sjálfsögðu getið þið líka alltaf sent okkur tölvupóst eða hringt í þjónustusímann okkar 534-6300.

Gangi ykkur vel!