Fyrirtækið Tölvugerði ehf.

Tölvugerði ehf er íslenskt hugbúnaðar og tölvu fyrirtæki sem var stofnað árið 2012 af Sveini Sigurðsyni. Tölvugerði er upphaflega stofnað til að annast þjónustu og ráðgjöf við notendur ÓpusAllt hugbúnaðar fyrir valin fyrirtæki. Ásamt því að þjónusta tölvupóstslausnir, vírusvarnir, afritun og allan almennan notendahugbúnað. Árið 2017, gerðist Tölvugerði sölu og þjónustuaðili fyrir Uniconta viðskiptahugbúnað.
Árið 2020, samdi Tölvugerði við Advania um yfirtöku og kaup á ÓpusAllt hugbúnaðinum. Í dag eru fjórir fastir starfsmenn hjá fyrirtækinu sem samanlagt eru með um 90 ára starfsreynslu á sviði ráðgjafar og þjónustu viðskiptahugbúnaðar og notenda. Stefna Tölvugerðis er að veita viðskiptavinum sínum persónulega og góða þjónustu og ráðgjöf.

Tölvugerði og ÓpusAllt

Þróun á ÓpusAllt er þegar hafin. Henni er stýrt af einum okkar reyndasta ÓpusAllt forritara. Verið er að gera ýmsar tæknilegar uppfærslur á ÓpusAllt. Stefna okkar er að ný útgáfa af ÓpusAllt verði tilbúin í nóvember og í beinu framhaldi verð farið í að uppfæra hjá öllum notendum sem eru á samningi.Tölvugerði mun svo í framhaldi gefa út eina aðal útgáfu af ÓpusAllt á ári. Mun þetta vera útgáfa með bæði tæknilegum og notandavænum nýungum til að halda ÓpusAllt áfram í fararbroti viðskiptahugbúnaðar á Íslandi.